VIAVAC GBXL

VIAVAC GBXL er sogblöðkuvél sérstaklega hönnuð fyrir gler. Hægt er að setja vélina upp á fimm mismunandi vegu til að tryggja öryggi glerísetninga fyrir ýmsar aðstæður. Þetta gerir það mögulegt að koma gleri af nánast hvaða stærð og þykkt sem er á sinn stað. Með því að skipta um sogpúða á vélinni, sem sérstaklega eru hannaðir fyrir bogadregin gler, er hægt með auðveldum hætti að koma því fyrir á réttan stað. 

Flokkar: ,

Lýsing

Sérkenni VIAVAC GBXL er að vélin hefur allt að 1.000 kg lyftigetu. Minnsta samsetning á lyftunni hefur lyftigetu upp að 250 kg. og hægt er að stækka hana með viðbótar sogpúðum til að ná allt að 1.000 kg. VIAVAC GBXL er auðveld í samsetningu og hægt er að breyta samsetningu vélarinnar fljótt og auðveldlega án nokkurra verkfæra. Vélin hentar vel fyrir stærðir 1.100 x 400 mm (250 kg.) og upp í 3.350 x 1.300 mm (1.000 kg).

Rammar með rennihurðum eða skilrúmum

Auðvelt er að aðlaga vélina fyrir ísetningu á römmum með rennihurðum eða skilrúmum. Sögblöðkurnar ráða við ramma sem eru allt að 110 mm djúpir. Engan aukabúnað þarf á vélina fyrir svona verkefni.

Langur eða stuttur armur

VIAVAC GBXL kemur með löngum lyftiarmi sem staðalbúnað sem heldur glerinu beinu. Einnig er hægt að fá stuttan arm á vélina fyrir minni rými. Vélinni fylgir fjarstýring.

Rafstýrður hallabúnaður fyrir nákvæmari ísetningu

Til að stýra glerinu á réttan stað höfum við þróað lyftiarm með fjarstýrðum hallabúnaði. Ekki þarf lengur að halla glerinu handvirkt heldur er það hægt með einum hnappi. Fyrir vikið er glerinu komið fyrir með mikilli nákvæmni.

Flutningur og geymsla

Hægt er að fá flutningsgrind fyrir VIAVAC GBXL sem tryggir betri meðhöndlun vélarinnar í flutningi og geymslu. Hægt er að setja alla kjarnahluti vélarinnar, ásamt varahlutum, á grindina. Flutningsgrindin hefur hólka fyrir gaffla þannig að auðvelt er að lyfta henni og færa með lyftara. Mál flutningsgrindarinnar eru 1.200 x 1.000 mm

Bogið gler og í leit af annarri vél?

Auðvelt er að aðlaga VIAVAC GBXL til ísetningu á bogadregnu gleri með öðru setti sogskála.

FramleiðandiVIAVACVIAVACVIAVACVIAVAC
GerðGBXL-250GBXL-500GBXL-1000GBXL-700/R800
Hentar fyrirGlerGlerGlerBogið gler
Burðargeta250 kg.500 kg.1000 kg. 700 kg.
Halli90°90°90°90°
Snúningur360° (í 90° þrepum)360° (í 90° þrepum)360° (í 90° þrepum)360° (í 90° þrepum)
Hæð400 mm.400 mm.1300 mm.2200 mm.
Breidd1100 mm.2000 mm.3350 mm.960 mm.
Dýpt235 mm.235 mm.235 mm. 235 mm.
Þyngd68 kg.116 kg.165 kg. 150 kg.
Fjöldi sogblaðkna481616
Lofttæmisrásir2222
ViðvörunarhljóðVið fall þrýstings
Við lágrar orku
Við fall þrýstings
Við lágrar orku
Við fall þrýstings
Við lágrar orku
Við fall þrýstings
Við lágrar orku
Stjórnun HnapparHnapparHnapparHnappar
ÁferðGalv.Galv.Galv.Galv.
Ábyrgð12 mánuðir12 mánuðir12 mánuðir12 mánuðir

Hlaðið niður bæklingnum hér

Hafið samband í gegnum pon@pon.is eða í síma 580 0110.