
PON hefur hafið sölu á MULTIUSE og GALAXY dekkjum frá ALLIANCE (ATG). ATG er hluti af Yokohama samsteypunni sem er þekkt merki sem stendur fyrir gæðaframleiðslu og endingu.

MULTIUSE dekkin henta sérstaklega fyrir notkun utandyra á Íslandi, og henta vel á alla skotbómulyftara, gröfur, vinnuvélar, o.fl.. MULTIUSE 550 dekkin eru hönnuð til að takast á við grófa vegi, grjót, sand, snjó, mjúkan jarðveg og erfiðar aðstæður. MULTIUSE 550 dekkin eru gerð fyrir álag og nýtast í mörgum ólíkum umhverfum. Henta í öll verk.

GALAXY gegnheilu dekkin eru gerð fyrir lyftara og önnur vöruhúsatæki. Þau eru hönnuð með stöðugleika, endingu og líftíma að leiðarsljósi. Yardmaster SDS línan eru hefðbundin svört dekk á meðan Liftop SDS eru strikafrí.
Bæði skila sér í lengri líftíma, mjúkri keyrslu og jafnri þyngdardreifingu. Hin sérgerða efnasamsetning dregur einnig verulega úr áhættu og líkum á skurðum eða að kvarnist upp úr dekkjum. Sérfóðruð vírmotta tryggir að dekkin skili hámarks viðloðun og sitji fast og örygglega á felgu. Stórt og djúpt munstur skilar góðu og stöðugu gripi og öryggi. Dekkin hafa mjög góða hita- og álagsdreifingu.
Hafið samband í síma 580 0110 eða sendið fyrirspurnir á pon@pon.is.