Tennant er þekkt fyrir stöðuga vöruþróun og -rannsóknir, og er stór ástæða á bak við þeirra velgengni, sem og þeim gæðum sem Tennant vélar skila af sér.

Tennant ec-H2O

ec-H2O tæknin frá Tennant er ein af þeim nýjungum sem hafa skipað sér stóran sess í þeirra vöruúrvali. Þessi græna tækni gerir sápur og hreinsiefni nær úrelt þar sem aðeins vatn er notað. Á leið sinni niður á gólfflötin fer vatnið í gegnum ec-H2O kerfið, þar sem það er jónað, og milljónir agnarsmáa loftbólna blásið í, sem skilar af sér einstakri hreinsunarlausn. Jónað vatn festist einstaklega vel við óhreinindi og olíur, og loftbólurnar hjálpa til við að lyfta og aðskilja vatnið frá gólfinu, sem skilar af sér mjög hreinu og mjög þurru yfirborði.

Kostir ec-H2O kerfisins frá Tennant eru fjölmargir:

  • Töluvert minni, eða engin, þörf á sápum eða bóni
  • Lægri rekstrarkostnaður
  • Skilur ekki eftir sig skán eða húð
  • Skilur ekki eftir sig hált yfirborð
  • Yfirborð þornar mun hraðar
  • Hægt að þrífa í margmenni vegna minni slysaáhættu
  • Umhverfisvænt. Aðeins vatn notað.


ec-H2O tæknin kom fyrst á markað 2008 og hafa vel yfir 65.000 Tennant vélar verið framleiddar með þessari viðbót. Þetta er margreynd og margsönnuð tækni sem skilar bæði hagkvæmari rekstri og einstaklega hreinu gólfi.

Hafið samband í síma 580 0110 eða sendið fyrirspurnir á pon@pon.is.