VIAVAC GBXL Curved

Bogin gler eru alltaf að verða stærri og þyngri og því þarf lausn til að koma því fyrir á öruggan hátt og létta á þeim sem vinna við ísetningar. Besta leiðin til þess er að nota sogblöðkuvél og hefur VIAVAC þróað vél sem tryggir hvort tveggja. VIAVAC GBXL Curved getur komið fyrir gleri upp að 700 kg.

Lýsing

Nothæf fyrir mismunandi þyngdir

VIAVAC GBXL Curved er hægt að setja upp á auðveldan máta í tveimur mismunandi samsetningum. Í minnistu samsetingunni lyftir vélin bogadregnu gleri upp að 350 kg. Þarftu meiri lyftigetu? Með því að stækka vélina með auka sogskálum eykst lyftigetan í allt að 700 kg. Hægt er að setja saman vélina fyrir gler að stærð 960 x 1.100 mm (350 kg) upp í allt að 960 x 2.200 mm (700 kg.)

Lágmarks radíus 800 mm

Vélin hentar fyrir bogið gler með radíus frá 800 mm. Þá er hægt að lyfta glerinu upp hvort sem er á kúptu eða íhvolfu hliðinni. Þannig er hægt að koma glerinu fyrir hvort sem er að innan sem utan.

Langur eða stuttur armur

Það er barnaleikur að koma fyrir bogadregnu gleri með VIAVAC GBXL Curved. Þetta hefur í för með sér tímasparnað og eykur framleiðni. Hægt er að fá vélina með fjarstýringu. Staðalbúnaður vélarinnar er langur lyftiarmur sem heldur glerinu beinu. Þá er einnig hægt að fá styttri arm fyrir minni rými.

Rafstýrður hallabúnaður fyrir nákvæmari ísetningu

Til að stýra glerinu á réttan stað höfum við þróað lyftiarm með fjarstýrðum hallabúnaði. Ekki þarf lengur að halla glerinu handvirkt heldur er það hægt með einum hnappi. Fyrir vikið er glerinu komið fyrir með mikilli nákvæmni.

FramleiðandiVIAVACVIAVACVIAVACVIAVAC
GerðGBXL-250GBXL-500GBXL-1000GBXL-700/R800
Hentar fyrirGlerGlerGlerBogið gler
Burðargeta250 kg.500 kg.1000 kg. 700 kg.
Halli90°90°90°90°
Snúningur360° (í 90° þrepum)360° (í 90° þrepum)360° (í 90° þrepum)360° (í 90° þrepum)
Hæð400 mm.400 mm.1300 mm.2200 mm.
Breidd1100 mm.2000 mm.3350 mm.960 mm.
Dýpt235 mm.235 mm.235 mm. 235 mm.
Þyngd68 kg.116 kg.165 kg. 150 kg.
Fjöldi sogblaðkna481616
Lofttæmisrásir2222
ViðvörunarhljóðVið fall þrýstings
Við lágrar orku
Við fall þrýstings
Við lágrar orku
Við fall þrýstings
Við lágrar orku
Við fall þrýstings
Við lágrar orku
Stjórnun HnapparHnapparHnapparHnappar
ÁferðGalv.Galv.Galv.Galv.
Ábyrgð12 mánuðir12 mánuðir12 mánuðir12 mánuðir

Hlaðið niður bæklingnum hér

Hafið samband í gegnum pon@pon.is eða í síma 580 0110.